3. kafli - Í Víðihlíð
Góðir gestir
Þetta sumar fylgdi góða veðrið Sigurði Pétri hvert sem hann fór, svo hann var í bænum í tvo daga á meðan við héngum inni í rigningu í Víðihlíð.
Svo fórum við og sóttum hann og þá kom aftur gott veður. Mamma og pabbi tóku aðeins til hendinni úti við í Víðihlíð, máluðu og gerðu fínt í kringum pottinn og svona stússuðu ýmislegt á meðan við systkinin lékum okkur úti. Svo komu Nonni, Anna Margrét, Haukur, Pétur og Silja í heimsókn til okkar og voru í tvo daga. Það var alveg frábært og mikið fjör hjá okkur krökkunum. Við fórum í jeppabíltúr og sáum margt fallegt og skemmtilegt, til dæmis Gjánna, Stöng og Þjóðveldisbæinn. Svo keyrðum við næstum því alla leið upp á Heklu og sáum næstum því allt Ísland! Jæja eða alla vega góðan part af því.
Farið um allt
Ég var frekar súr þegar þau frændsystkini mín þurftu að fara, en við héldum samt áfram að gera margt skemmtilegt í Víðihlíð næstu fjóra dagana.
Við fórum náttúrulega í sund í öllum sundlaugum sem við fundum. Við fórum í Slakka og skoðuðum dýrin, ég fékk meira að segja að halda á kisum og svo sá ég ref. Það fannst mér mjög spennandi. Það mátti ekki klappa honum því hann bítur börn í puttann. Og við skoðuðum Skálholt, fórum á Laugarvatn þar sem við hittum Þórð og fengum að sitja í rútunni hjá honum smá spöl, fórum á Geysi og hittum afa og fengum að setjast inn í rútuna hans og ég fékk meira að segja að setjast við stýrið, og svo fórum við stóran stóran fjallahring, syðri og nyrðri fjallabaksleiðir, með viðkomu við Langasjó. Mér finnst gaman í fjallabíltúr og þegar við vorum búin að fara yfir eina ána sagði ég hátt og snjallt, "þetta er meeeeeeeirrrrra gaman!"
Hvert svo?
Nú var kominn tími til að fara heim og setja í þvottavél og pakka niður fyrir utanlandsferð. Við fórum heim á fimmtudegi og vorum að fara til útlanda eldsnemma á laugardagsmorgni. Um miðnættið á föstudagskvöldinu kviknar allt í einu á einhverjum perum í hausnum á mömmu og hún fattar að hún hafði aldrei borgað litlu hyttuna á tjaldstæðinu sem hún var búin að panta og átti að borga mánuði áður. Svo þau pabbi fóru í örvæntingarfullan leiðangur um internetið að leita að gistingu í Danmörku í viku frá og með deginum eftir, fundu ekkert en skrifuðu hjá sér nokkur símanúmer og lögðu sig svo aðeins áður en við lögðum af stað í flugvélina.
Þetta sumar fylgdi góða veðrið Sigurði Pétri hvert sem hann fór, svo hann var í bænum í tvo daga á meðan við héngum inni í rigningu í Víðihlíð.
Svo fórum við og sóttum hann og þá kom aftur gott veður. Mamma og pabbi tóku aðeins til hendinni úti við í Víðihlíð, máluðu og gerðu fínt í kringum pottinn og svona stússuðu ýmislegt á meðan við systkinin lékum okkur úti. Svo komu Nonni, Anna Margrét, Haukur, Pétur og Silja í heimsókn til okkar og voru í tvo daga. Það var alveg frábært og mikið fjör hjá okkur krökkunum. Við fórum í jeppabíltúr og sáum margt fallegt og skemmtilegt, til dæmis Gjánna, Stöng og Þjóðveldisbæinn. Svo keyrðum við næstum því alla leið upp á Heklu og sáum næstum því allt Ísland! Jæja eða alla vega góðan part af því. Farið um allt
Ég var frekar súr þegar þau frændsystkini mín þurftu að fara, en við héldum samt áfram að gera margt skemmtilegt í Víðihlíð næstu fjóra dagana.
Við fórum náttúrulega í sund í öllum sundlaugum sem við fundum. Við fórum í Slakka og skoðuðum dýrin, ég fékk meira að segja að halda á kisum og svo sá ég ref. Það fannst mér mjög spennandi. Það mátti ekki klappa honum því hann bítur börn í puttann. Og við skoðuðum Skálholt, fórum á Laugarvatn þar sem við hittum Þórð og fengum að sitja í rútunni hjá honum smá spöl, fórum á Geysi og hittum afa og fengum að setjast inn í rútuna hans og ég fékk meira að segja að setjast við stýrið, og svo fórum við stóran stóran fjallahring, syðri og nyrðri fjallabaksleiðir, með viðkomu við Langasjó. Mér finnst gaman í fjallabíltúr og þegar við vorum búin að fara yfir eina ána sagði ég hátt og snjallt, "þetta er meeeeeeeirrrrra gaman!" Hvert svo?
Nú var kominn tími til að fara heim og setja í þvottavél og pakka niður fyrir utanlandsferð. Við fórum heim á fimmtudegi og vorum að fara til útlanda eldsnemma á laugardagsmorgni. Um miðnættið á föstudagskvöldinu kviknar allt í einu á einhverjum perum í hausnum á mömmu og hún fattar að hún hafði aldrei borgað litlu hyttuna á tjaldstæðinu sem hún var búin að panta og átti að borga mánuði áður. Svo þau pabbi fóru í örvæntingarfullan leiðangur um internetið að leita að gistingu í Danmörku í viku frá og með deginum eftir, fundu ekkert en skrifuðu hjá sér nokkur símanúmer og lögðu sig svo aðeins áður en við lögðum af stað í flugvélina.
Mamma og pabbi voru eldsnögg að tjalda því við lítinn árós í miðjum Dýrafirði, rétt hjá Hrauni þar sem einhver forfaðir minn bjó. Svo nú gátum við haldið áfram að vera í sumarfríi og fjöri. Við fórum í bíltúr um Kerlingarskarð á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Þar höfðu mamma, pabbi og Sigurður Pétur ætlað að fara á svipuðum árstíma nokkrum árum áður en þá voru stórir snjóskaflar á veginum og alveg ófært. Í þetta sinn var hins vegar allt marautt. Við fórum líka á Flateyri í sund, og keyrðum aðeins í bíltúr þar út með Önundarfirðinum. Og það var aftur komið gott veður svo við vorum líka bara að leika okkur við tjaldið og henda steinum í ána sem er alltaf jafn skemmtilegt.
Svo það var ekki um annað að ræða en að fara þriðju neyðarferðina til Ísafjarðar, þar sem læknir kíkti í eyrað mitt og gaf mér síðan meðal og verðlaun. Þá var ég orðin vel sett og við héldum áfram að skoða okkur um. Við fórum meðal annars upp með Mjólkárvirkjun og gömlu leiðina þar yfir á Dynjandisheiði. Það var nú ansi brjálaður vegur! Við vorum líka dugleg að fara í sund og fengum okkur vöfflu og kaffi á Hrafnseyri eftir að hafa á fyrirlestur um Jón Sigurðsson og píanóleik hjá safnverðinum, það er nefnilega alveg skylda og enginn kemst undan því sem kemur á Hrafnseyri.
Þegar við vorum svo alveg að verða komin fannst mömmu og pabba bíllinn vera eitthvað skrýtinn og héldu að það væri kannski aftur sprungið dekk. Þau stoppuðu á Kjalarnesi og kíktu á dekkin en sáu ekkert athugavert. En bíllinn hélt samt áfram að láta undarlega og þegar þau komu inn í Mosfellsbæ og sáu að dekkjaverkstæðið þar var opið, ákváðu þau að renna þar við og láta kíkja aðeins á dekkin. Þá var nú eiginlega verið að loka, en þegar maðurinn var búinn að líta á dekkin sagði hann að þau fengju ekki að fara á bílnum svona, þeir myndu bara vera lengur og setja ný dekk undir hann. Þá var nefnilega slitinn vírinn í einu dekkinu svo það næsta sem hefði gerst var að það hefði hvellsprungið. Þegar nýju dekkin voru komin undir fórum við með Sigurð Pétur til mömmu sinnar, fórum til ömmu og afa og fengum síðbúinn og vel þeginn kvöldmat, og brunuðum svo loksins beina leið í Víðihlíð.
Þegar við vorum búin að sigla fórum við aftur í bílinn og héldum áfram að keyra alla leið í Dýrafjörðinn þar sem langalangafi minn bjó. Það var svo gott veður að við stoppuðum aðeins og fórum í það sem ég kallaði sumarfrí, að leika sér í grasinu í góða veðrinu. Svo héldum við aðeins áfram og fundum frábæran stað fyrir tjaldið, lengst úti á oddanum á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Þegar við vorum búin að tjalda og fara í smá meira sumarfrí skruppum við til Þingeyrar í sund, fórum svo aftur í tjaldið og grilluðum kvöldmat, pabbi og Sigurður Pétur veiddu og við fórum í smá frisbí, og svo fórum við að sofa í tjaldinu. Ég var sko alveg sátt við það, mér fannst það bara mjög notalegt.
En svo fer Sigurður Pétur að tala um skrýtið hljóð, mamma og pabbi athuguðu málið og þá var stórt gat á einu dekkinu undir bílnum! Þetta var nú ekki gott mál, en við Sigurður Pétur fengum bara að fara út og hressa okkur á kleinum frá kvenfélaginu á Þingeyri á meðan pabbi setti varadekkið undir bílinn, sem betur fer gekk það þokkalega. Svo keyrðum við á Ísafjörð til að fá nýtt dekk, það var náttúrulega allt lokað svo það þurfti að leita uppi dekkjaviðgerðamann sem kom síðan í ljós að átti stórafmæli og síminn hans hringdi allan tímann á meðan hann var að skipta um dekkið, greyið hann. Þegar hann var búinn að skipta um dekkið og ég var búin að grandskoða alla spennandi hlutina inni á dekkjaverkstæðinu, þá fórum við á kaffihús og svo heim í tjaldið.
Svo fórum við upp á Bola, það var mjög flott, mjög hátt og mjög bratt, og mamma rak okkur fljótt aftur inn í bílinn. Á endanum skoðuðum við svo Skálavík. Við byrjuðum á að fara inn í neyðarskýlið og skoða gestabókina. En kríurnar höfðu greinilega séð okkur og söfnuðu liði á meðan við vorum inni í skýlinu, svo að þegar við ætluðum út aftur þá biðu þær alveg brjálaðar eftir okkur. Mömmu og pabba leist nú ekki á blikuna! Pabbi hljóp út í bíl og rétt slapp við eina alveg klikkaða kríu, og svo kom hann með bílinn eins nálægt og hann komst og við mamma og Sigurður Pétur náðum að forða okkur. Það var enginn goggaður í hausinn en það munaði litlu, og eftir þessu miklu svaðilför brunuðum við bara í burtu og ákváðum að skoða Skálavík betur einhvern tímann seinna.
Og reyndar mörg fleiri, flest lögin á Ferðafélaga barnanna fundust mér mjög skemmtileg. Þegar við loksins komum á Látrabjarg var frekar mikið rok og óspennandi veður, en pabbi náði nú samt nokkrum góðum myndum af lundunum og við mamma og Sigurður Pétur náðum líka að skoða þá svolítið. Mér fundust þetta mjög skemmtilegir og spennandi fuglar, þeir voru líka svo góðir að leyfa manni að koma nálægt og skoða sig. Þegar við vorum búin að skoða þá áttum við auðvitað eftir að keyra alla löngu leiðina til baka, en pabbi og mamma ákváðu að fara fyrst í sund í Flókalundi og eftir sundið fórum við á veitingastað og borðuðum kvöldmat. Svo keyrðum til baka og hlustuðum á Ferðafélaga barnanna alla leiðina. Þegar við fórum að nálgast tjaldið fór mömmu og pabba eitthvað að lítast illa á veðrið því það var svolítið mikill vindur. Og hvað haldið þið, þegar við komum að tjaldinu, klukkan ellefu um kvöldið, þá var vindurinn búinn að taka það og rífa! Nú leist þeim pabba og mömmu ekki á og vissu ekkert hvað þau ættu að gera, klukkan orðin ansi margt til að fara að rúnta um Vestfirði að leita að gistingu og engin leið að reisa tjaldið við. En þá mundi pabbi eftir því að gamli eyðibærinn rétt hjá tjaldinu hafði verið merktur sem neyðarskýli. Þau mamma voru sammála um að þetta væri greinilega neyðarástand, hrúguðu öllu dótinu inn í bíl og keyrðu upp að bænum. Þetta var nú hálfónýtt og óhrjálegt hús, ekki almennilega hægt að loka útidyrunum og allt í rusli og skít. En það var eitt stórt herbergi sem var alveg tómt og þau breiddu bara úr tjaldbotninum þar og settu svo vindsængurnar og svefnpokana þar ofan á og það fór bara ágætlega um okkur þarna um nóttina.

